SUMARHÚSIN

Húsin að Þurranesi eru 3 talsins og eru 43 fermetrar að stærð. Í húsinu eru tvö svefnherbergi bæði með tvöföldu rúmi og síðan svefnloft þar sem 2 fullorðnir geta auðveldlega sofið.


Í húsinu er eldhús með öllu því helsta sem til þarf. Eldavélahellur, örbylgjuofn, vaskur til uppvasks og öll helstu áhöld auk þess er kolagrill á pallinum. Í stofunni er sófi og lítið sjónvarp. Baðherbergi er í öllum húsum með sturtu. Öllum húsunum fylgir heitur pottur og er tilvalið að skella sér í hann eftir góðan dag á ferðalagi um Vesturland eða Vestfirði.


Í næsta nágrenni við Þurranes eru margir áhugaverðir staðir. Nóg er af gönguleiðum og eru tvær sundlaugar ekki fjarri. Sælingsstaðir eru áhugaverðir og einnig Víkingasafnið á Eiríksstöðum í Haukadal. Að skella sér í sjóferð með Baldri er einnig góð hugmynd. Ef að leigjendur óska frekari upplýsnga um hvað hægt er að gera, er Jón Ingi, staðarhaldari boðinn og búinn að aðstoða fólk við að skipuleggja dagana sína.