GAMLA HÚSIÐ

Gamla íbúðarhúsið á bænum þjónar nú sem ferðaþjónustu hús. Það er sérstaklega hannað með það í huga að taka á móti stærri og minni hópum, s.s. ættarmótum, gönguhópum, hestaferðum o.s.fr.


Í gamla húsinu eru 5 tveggja manna herbergi á tveimur hæðum og baðherbergi með sturtu. Húsið hefur verið mikið endurnýjað auk þess sem byggt hefur verið við það rúmgott anddyri og matsalur sem rúmar auðveldlega allt að 40 manns í sæti, Fullbúið eldhús er í matssalnum auk baðherbergis með sturtu. Einnig er 10 manna svefnloft fyrir ofan matsalin. Samtals eru því 20 rúm í húsinu.


Stór og góður pallur er fyrir framan húsið og á honum eru garðbekkir, heitur pottur og stórt kolagrill sem henntar vel til að elda fyrir stóra hópa.
Hægt er að fá að tjalda á flötinni vil hlið hússins, en hún er stór og góð og henntar vel til ýmissa leikja og íþrótta. Einnig eru beitarhólf fyrir hross í boði í nágrenni hússins.