HVAR ER ÞURRANES?

Hnit: 65° 22,445’N, 21° 54,325’W

Bærinn Þurranes er í Saurbæ í Dalasýslu.
Saurbærinn er við Gilsfjörð og er í sveitarfélaginu Dalabyggð sem er nyrsta sveitarfélagið á Vesturlandi.

Vesturland nær frá Botnsá í Hvalfirði að botni Gilsfjarðar. 

AKSTURSLÝSING

Ekið er út af þjóðvegi eitt við fjallið Baulu í norður inn á veg númer 60. Ekið upp bröttubrekku, gegnum Búðardal svo Svínadalinn og beygt til vinstri í vestur hjá versluninni Skriðuland inn á veg númer 590 í örstutta stund en svo beigt aftur til vinstri inn á veg 594, þá er Þurranes fyrsti bær sem komið er að.

VEGALENGDIR

Frá Reykjavík að Þurranesi eru 192 km.

Ýmsar vegalendir frá Þurranesi:

Til Búðardals 38 km.
Til Reykhóla 40 km.
Til Borgarness 118 km.
Til Stykkishólms 124 km.
Til Reykjavíkur 192 km.
Til Akureyrar 319 km.
Til Ísafjarðar 360 km.