AFÞREYING Í NÁGRENNI ÞURRANESS
Það er ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar á meðan dvalið er í Þurranesi. Margir áhugaverðir og sögufrægir staðir eru í Dalasýslu og nágrenni.
Hægt að leggja land undir fót og fara í góða gönguferð í nágrenninu eða skella sér í bíltúr. Frá Þurranesi er hægt að skoða marga staði án þess að fara alltaf sömu leið og víða hægt að njóta útsýnis.
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa undanfarið unnið að útgáfu á veglegum göngu- og útivistarkortum fyrir Vestfirði og Dali. Tvær sundlaugar eru í grennd við Þurranes. Byggðarsafn er að Laugum í Sælingsdal og svo er skemmtilegt að skoða Eiríksstaði í Haukadal. Það er jafnvel hægt að skella sér í siglingu á Breiðafirði.
Hægt er að komast í skotveiði, hafið samband fyrir nánari upplýsingar.
GÖNGULEIÐIR
- Frá Þurranesi upp Belgsdal, yfir í Hvammsdal
- Frá Þurranesi upp Belgsdal
- Fram á Þverfellsbrún og niður Ölfusgjá (frekar brött leið!) að Þurranesi
- Frá Þurranesi, upp Belgsdal og upp á Illvita
- Frá Þurranesi að Laugum í Sælingsdal
TILLÖGUR AÐ BÍLTÚRUM
Ekið fyrir strandir
- Skarðsströnd – Fellsströnd – Hvammssveit – Svínadalur (hringur).
Hringur um Gilsfjörð
- Komið við í Ólafsdal, gengið upp að Gullfossi við Kleifar.
Ekið út á Barðaströnd að Brjánslæk
- Siglt með Baldri yfir Breiðafjörð að Stykkishólmi og keyrt þaðan aftur í Dalina.
- Jafnvel er hægt að stoppa í Flatey milli ferða.
Dalir – Snæfellsnes